Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. maí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Man City tekur á móti Arsenal
Manchester City getur enn náð 3. sætinu af Arsenal með sigri á sunnudaginn.
Manchester City getur enn náð 3. sætinu af Arsenal með sigri á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Spennan á lokakafla tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er nánast óbærileg þar sem hart er barist um mikilvæg sæti um alla deild fyrir utan á toppinum þar sem Leicester City er búið að tryggja sér vægast sagt ótrúlegan Englandsmeistaratitil.

Helgin byrjar á afar mikilvægri viðureign þegar Norwich tekur á móti Manchester United. Norwich þarf sigur í fallbarátunni sem gæti verið einn sá mikilvægasti í sögu félagsins, enda eru öll fallbaráttuliðin að keppast um að halda sæti sínu til að verða sér úti um svakalega sjónvarpssamninga á næsta tímabili.

Manchester United eygir ennþá von um að ná Meistaradeildarsæti en ljóst er að liðið má alls ekki við því að tapa eða gera jafntefli því West Ham, sem á leik við Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea, fylgir skammt á eftir.

Fallbaráttulið Sunderland á erfiðan leik gegn Chelsea og þá þarf Newcastle, sem heimsækir botnlið Aston Villa, einnig sigur í fallbaráttunni.

Tottenham mætir Southampton í fyrsta leik sunnudagsins, en Southampton getur haldið í veika von um að enda í Evrópusæti takist liðinu að sigra.

Manchester City, sem var slegið út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni, tekur á móti Arsenal í Meistaradeildarbaráttunni á sama tíma og Liverpool tekur á móti Watford.

Þá verður að nefna að lokaumferð ensku Championship deildarinnar fer fram á laugardaginn og verður leikur Middlesbrough og Brighton sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:25. Um er að ræða úrslitaleik um hvort liðið fer upp í ensku úrvalsdeildina ásamt Burnley.

Laugardagur:
11:45 Norwich - Manchester United (Stöð 2 Sport)
14:00 Sunderland - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
14:00 West Ham - Swansea (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Crystal Palace - Stoke (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Bournemouth - West Brom (Stöð 2 Sport 5)
14:00 Aston Villa - Newcastle (Stöð 3)
16:30 Leicester - Everton (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:30 Tottenham - Southampton (Stöð 2 Sport)
15:00 Manchester City - Arsenal (Stöð 2 Sport)
15:00 Liverpool - Watford (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner