Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. maí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Varane til Manchester United?
Powerade
Mynd: Getty Images
Á förum frá Chelsea?
Á förum frá Chelsea?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með alls konar sögur fyrir sumarið. Kíkjum á skammt dagsins.



Jose Mourinho ætlar ekki að bíða eftir Manchester United ef að félagið ákveður að halda Louis van Gaal sem stjóra í eitt tímabil til viðbótar. (Daily Mail)

Van Gaal fær átta milljónir punda á ári frá Manchester United en félagið þyrfti að borga honum fimm milljónir punda ef hann yrði rekinn. (Times)

Nemanja Matic fer frá Chelsea til Juventus á 20 milljónir punda í sumar. (Daily Star)

Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, er einnig á förum frá félaginu eftir ósætti við markmannsþjálfarann. (Sun)

Claudio Ranieri er 99% viss um að Riyad Mahrez verði áfram hjá ensku meisturunum í Leicester í sumar. (Daily Mail)

Mathieu Flamini fær ekki nýjan samning hjá Arsenal. Þessi 32 ára gamli miðjumaður gæti samið við Panathinaikos í Grikklandi. (London Evening Standard)

Arsenal er að íhuga tilboð í Vincent Janssen, framherja AZ Alkmaar, en hann hefur skoarð 26 mörk í 33 leikjum á tímabilinu. (Daily Mirror)

Chelsea er að fylgjast með Josh McEachran miðjumanni Brentford. McEachran gæti verið á leið aftur til Chelsea eftir að hafa verið seldur frá félaginu í fyrra. (London Evening Standard)

Chelsea ætlar að setja framherjann Dominic Solanke aftur niður í varaliðið ef þessi 18 ára gamli framherji lækkar ekki launakröfur sínar. Solanke vill fá 50 þúsund pund í vikulaun í nýjum samningi. (Times)

Manchester United vill fá varnarmanninn Raphael Varane frá Real Madrid í sumar. (Talksport)

Manchester United er að semja við Kacper Chorazka, 17 ára markvörð frá Póllandi. (Manchester Evening News)

West Ham hefur boðið 31 milljón punda í Michy Batshuayi, framherja Marseille. Juventus hefur líka áhuga. (Guardian)

Nigel Pearson er ennþá líklegastur til að taka við Aston Villa. (Birmingham Mail)

James Milner vonast til að Jordan Henderson verði klár í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Sevilla þann 18. maí. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner