Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 06. maí 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Eggert Gunnþór: Getum sent erkifjendur okkar niður
Mynd: Getty Images
Ljóst er að annað hvort Fleetwood Town eða Blackpool fellur úr ensku C-deildinni þegar lokaumferðin fer fram á sunnudag.

Fleetwood er með 48 stig (-6 í markatölu) en Blackpool 46 stig (-19) fyrir lokaumferðina.

Fleetwood mætir botnliði Crewe á sunnudag en Blackpool leikur gegn Peterborough sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Fleetwood fellur ef liðið tapar og Blackpool vinnur.

Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður Fleetwood, er bjartsýnn fyrir helgina.

„Þetta eru risaleikir fyrir okkur og Blackpool. Við eigum möguleika á að senda erkifjendur okkar niður og halda okkur í deildinni," sagði Eggert.

„Við höfum trú á að við getum haldið okkur uppi því að við vitum hvað við getum. Við höfum sýnt á þessu tímabili að við erum samkeppnishæfir."

Eggert hefur verið fastamaður í liði Fleetwood síðan hann kom til félagsins í fyrrasumar.

Grétar Rafn Steinsson er einnig hjá Fleetwood en hann starfar sem tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner