Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. maí 2016 16:08
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar fær nýjan stjóra
Russell Slade.
Russell Slade.
Mynd: Getty Images
Cardiff City hefur gert breytingar innan félagsins og er í leit að nýjum knattspyrnustjóra.

Russell Slade sem var stjóri hefur tekið við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Í tilkynningu frá félaginu segir að allar ákvarðanir séu núna í traustum og öruggum höndum.

Slade mun stýra Cardiff í síðasta sinn gegn Birmingham á morgun en það er síðasti leikur tímabilsins.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði leikur með Cardiff en hefur ekki átt fast sæti í liðinu undir stjórn Slade.

Cardiff er í sjöunda sæti Championship-deildarinnar en á ekki möguleika á að komast í umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner