Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. maí 2016 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Verratti verður ekki með á EM
Mynd: Getty Images
Samkvæmt ítalska miðlinum Corriere dello Sport verður Marco Verratti ekki með á EM í sumar.

Verratti er talinn til bestu miðjumanna í heimi og er þetta mikið áfall fyrir ítalska landsliðið sem er þegar án Claudio Marchisio, sem hefur verið lykilmaður í Juventus og ítalska landsliðinu undanfarin ár.

Verratti leikur fyrir PSG í frönsku deildinni þar sem hann er lykilmaður á miðjunni og myndar öflugt teymi með samlanda sínum Thiago Motta.

Laurent Blanc, þjálfari PSG, heldur því fram að Verratti geti enn náð EM, og jafnvel úrslitaleik franska bikarsins, ef hægt er að fresta nauðsynlegri aðgerð á nára.

Umboðsmaður Verratti er hins vegar búinn að staðfesta að Verratti fer í aðgerð 16. maí og missir því af Evrópumótinu.
Athugasemdir
banner
banner