fös 06. maí 2016 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sigurður Hrannar í Hött (Staðfest)
Mynd: Höttur
Markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson verður aftur hjá Hetti í ár eftir gott tímabil með félaginu í 2. deild í fyrra.

Höttur endaði í 5. sæti 2. deildarinnar á síðasta tímabili og er markmið félagsins í ár að koma sér upp í 1. deild, en fyrsti leikur liðsins í sumar er á heimavelli gegn Njarðvík á morgun, laugardag.

Sigurður Hrannar hefur verið samningsbundinn Víkingi R. síðustu tvö ár en hefur aðeins leikið tvo leiki fyrir félagið.

Sigurður var lánaður til Fram fyrr á árinu en rifti samningi sínum við félagið í vikunni til að spila aftur með Hetti.

Sigurður átti magnað tímabil með Hetti síðasta sumar þar sem hann lék 21 leik fyrir félagið og var meðal þriggja bestu markvarða 2. deildarinnar á síðasta tímabili, ásamt Bergsteini Magnússyni hjá Leikni F. og Magnúsi Þóri Magnússyni hjá ÍR.
Athugasemdir
banner
banner
banner