Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2016 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola talar um uppljóstrara innan raða Bayern
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er ósáttur með uppljóstrara sem starfar innan Bayern München og hefur verið að leka misviðkvæmum upplýsingum til fjölmiðla.

Guardiola segir uppljóstrarann vera að gera þetta til að koma höggi á sig en það skipti hann engu máli í ljósi þess að hann tekur við Manchester City í sumar.

„Það sem gerist í búningsklefanum á ekki að fara þaðan út. Hver sem er að uppljóstra því sem gerist þar inni er að gera það til að koma höggi á mig," sagði Guardiola.

„Ég verð ekki hérna á næsta tímabili þannig að þetta er ekki mitt vandamál. Þetta hefur gerst alltof oft á síðustu þremur árum og þetta er vandamál sem Bayern þarf að taka á.

„Kannski verður þessi uppljóstrari áfram innan félagsins á næsta tímabili en það er skrítið að viðkomandi hafi ekki enn áttað sig á því að hann er ekki að skaða mig, heldur félagið sjálft. Ég verð ekki áfram hérna þannig að þetta er ekki lengur mitt vandamál."

Athugasemdir
banner
banner
banner