Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   sun 08. maí 2016 16:46
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi á leið til Rapid Vín
Rapid Vín hefur náð samkomulagi við Norrköping um kaup á landsliðsmanninum Arnóri Ingva Traustasyni.

Andreas Müller, yfirmaður íþróttamála hjá Rapid, staðfesti þetta í samtali við fjölmiðla í Austurríki í dag.

Rapid Vín hefur verið á eftir Arnóri Ingva undanfarna mánuði og félögin hafa nú loks náð samkomulagi.

Samkvæmt fréttum frá Austurríki verður kaupverðið í kringum tvær milljónir evra. Norrköping hefur aldrei selt leikmann fyrir jafnháa fjárhæð.

Hinn 23 ára gamli Arnór steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Keflavík en í fyrra var hann í stóru hlutverki þegar Norrköping varð sænskur meistari.
Athugasemdir