Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 02. desember 2004 13:49
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Arsenal ekki með breiddina sem þarf
Mourinho undir lok Porto tímabilsins.
Mourinho undir lok Porto tímabilsins.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Jose Mourinho stjóri Chelsea segir að Arsenal hafi ekki þá breidd sem þarf til að kljást við sína menn og Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Mourinho segir að fyrsta lið Arsenal sé frábært en eftir það séu bara ungir strákar, mjög efnilegir en einnig mjög ungir.

Chelsea og Manchester United tefldu bæði fram nokkurskonar varaliðum sínum í 8 liða úrslitum deildabikabikarsins. "Það sáu allir varalið Arsenal vinna Manchester City en þeir eru enn mjög ungir. Stóru liðin í Evrópu, eins og Milan, Juventus og Inter Milan hafa öll reynslumikla leikmenn í sínum varaliðum. Það eru aðeins tvö lið á Englandi með þann styrk, við og United."

"Þegar ég tók við hérna sagðist ég vilja tvo leikmenn í hverja stöðu og ég hef það, leikmenn sem geta komið inn og breytt leiknum. Ég get hvílt Paulo Ferreira og sett Glen Johnson inn, hvílt Frank Lampard og sett Scott Parker inn. Þeir hafa gæðin og metnaðinn, það er mikilvægt fyrir alla leikmennina að vita að ég treysti þeim." sagði Mourinho.

Mourinho hrósar markverðinum Carlo Cudicini sem spilaði í stað Petr Cech í leiknum gegn Fulham sérstaklega. Mikil samkeppni er um stöðuna á milli stanganna hjá Chelsea en hjá Arsenal er varamarkvörður hinn óreyndi Manuel Almunia sem átti sök að marki Manchester United í gær.

"Petr spilar vel í úrvalsdeildinni en Carlo hefur sýnt að hann er líka frábær markvörður. Það er öðruvísi að vera markvörður þar sem ég geri ekki breytingar þar meðan leikur er í gangi. Þegar markvörður er á bekknum þá verður hann á bekknum. Markmaður gerir kannski mistök og þarf að vera á bekknum alla leiktíðina eftir það."

Arsenal verður að notast við unga stráka eins og Cesc Fabregas og Mathieu Flamini meðan Patrick Vieira tekur út leikbann og þeir brasilísku Edu og Gilberto Silva eru enn á meiðslalistanum í leiknum gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner