Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. maí 2016 14:33
Elvar Geir Magnússon
Middlesbrough að fá Fischer
Viktor Fischer í enska boltann.
Viktor Fischer í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer ferðaðist til Bretlands í morgun en Middlesbrough er að kaupa þennan 21 árs leikmann frá Ajax.

Fischer fer í læknisskoðun á morgun áður en hann hann fer í undirbúning með danska landsliðinu sem mætir Bosníu-Hersegóvínu í vináttulandsleik í næstu viku.

Red Bill Salzburg vildi einnig fá Fischer en Middlesbrough, sem komst upp í ensku úrvalsdeildina nýlega, hafði betur.

Fischer getur spilað í öllum sóknarstöðunum en hefur mest notið sín á vinstri vængnum. Hann var valinn efnilegasti leikmaður hollenska boltans 2013.

Hann átti í erfiðum meiðslum síðasta tímabil og lék aðeins fjóra leiki. Hann segist vera ákveðinn í að sanna sig á nýjan leik.
Athugasemdir
banner
banner