banner
   þri 24. maí 2016 16:39
Jóhann Ingi Hafþórsson
Friðgeir spáir í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna
Friðgeirsvaktin
Friðgeirsvaktin
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Friðgeir Bergsteinsson, athafnamaður, Tólfa og KR-ingur og ansi margt fleira spáir í spilin fyrir 3. umferðina í Pepsi deild kvenna sem hefst núna kl 18:00.

ÍBV 1 - 3 Valur
„Það er pottþétt rok í Eyjum og Eyjastelpur kunna svo sannarlega að spila í roki en Valsstelpur þurfa virkilega á sigri að halda eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. Marka Lára er úr Eyjum og skorar því tvö mörk."

Breiðablik 2 - 2 Þór/KA
„Stelpurnar að norðan með Húsvíkinginn Jóhann Kristinn á hiðarlínunni koma dýrvitlausar til leiks en bæði lið þurfa á sigri að halda. Þór/KA ætlar sér að vera í toppbaráttu á meðan íslandsmeisturunum í Breiðablik tókst ekki að vinna FH í síðasta leik. Fanndís heldur áfram að spila vel og skorar í leiknum."

ÍA 0 - 3 Selfoss
„Selfyssingar verða að vinna svona leiki til að blanda sér í toppbaráttuna. Hrafnhildur Hauksdóttir opnar markareikninginn og öruggur sigur gestanna verður raunin."

Stjarnan 3 - 1 Fylkir
„Þetta verður hörkuleikur en Stjarnan með Hörpu Þorsteins innanborðs vinnur nokkuð öruggan sigur. Stjarnan er með betri mannskap og það mun koma í ljós. Sorry Fylkisstelpur."

KR 2 - 1 FH
„FH hefur byrjað leiktíðina vel og ná að koma marki á KR en KR stelpurnar eru með ungt og skemmtilegt lið. Þær náðu jafntefli á móti Val og byggja á því og ná þremur stigum á heimavelli. Það verður stuð á KR vellinum."

Fyrri spámenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner