fim 26. maí 2016 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Afturelding með risasigur - Haukar unnu
Afturelding fór illa með Gróttu
Afturelding fór illa með Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar unnu góðan sigur
Haukar unnu góðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur leikjum er lokið í 1. deild kvenna í dag, en báðir leikirnir sem fóru fram voru í B-riðli.

Afturelding tapaði fyrir Augnabliik í sínum fyrsta leik í deildinni í sumar og því ætlaði liðið sér ekkert annað en sigur gegn Gróttu í kvöld.

Það fór svo að Afturelding fór aldeilis illa með Gróttu, en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Mosfellinga.

Heimastúlkur gerðu sér svo lítið fyrir og bættu við sjö mörkum í seinni hálfleik, en Grótta náði að koma einu inn. Lokatölur 10-1 í Mosfellsbæ, hreint út sagt ótrúleg úrslit.

Haukar fengu þá Álftanes í heimsókn, en Haukar höfðu unnið Fjölni í fyrsta leik, 3-2.

Það kom svo á daginn í dag að Haukar unnu þennan leik einnig með fimm mörkum gegn engu og eru Haukastúlkur því með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

B-riðill
Afturelding 10 - 1 Grótta

1-0 Elena Brynjarsdóttir (´9 )
2-0 Markaskorara vantar (´12 )
3-0 Kristín Þóra Birgisdóttir (´45 )
4-0 Markaskorara vantar (´46 )
5-0 Markaskorara vantar (´54 )
6-0 Markaskorara vantar (´59 )
7-0 Markaskorara vantar (´67 )
8-0 Markaskorara vantar (´73 )
8-1 Tinna Jónsdóttir (´77 )
9-1 Markaskorara vantar (´84 )
10-1 Markaskorara vantar (´90 )

Haukar 5 - 0 Álftanes
1-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir (´8 )
2-0 Alexandra Jóhannsdótti (´37 )
3-0 Sjálfsmark (´50 )
4-0 Alexandra Jóhannsdótti (´73 )
5-0 Heiða Rakel Guðmundsdóttir (´83 )

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner