banner
   fim 26. maí 2016 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Fjölnir með góðan sigur á Augnabliki
Fjölnir vann góðan sigur í kvöld
Fjölnir vann góðan sigur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
B-riðill
Fjölnir 3 - 0 Augnablik

1-0 Harpa Lind Guðnadóttir (´19 )
2-0 Stella Þóra Jóhannesdóttir (´45 )
3-0 Harpa Lind Guðnadóttir (´90 )

Lokaleik dagsins í 1. deild kvenna er lokið, en hann var líkt og hinir tveir leikirnir í B-riðli.

Það voru Fjölnir og Augnablik sem áttust við, en Fjölnir hafði byrjað á tapi á meðan Augnablik byrjaði á sigri.

Það fór hins vegar svo í kvöld að Fjölnir reyndist sterkari aðilinn. Fyrsta mark leiksins kom eftir 19 mínútur og var þar að verki Harpa Lind Guðnadóttir.

Fjölnisstúlkur bættu við einu marki fyrir leikhlé þegar Stella Þóra Jóhannesdóttir skoraði og staðan var því 2-0 í hálfleik.

Harpa Lind Guðnadóttir bætti svo við öðru marki sínu í lok leiks og þar við sat, 3-0 sigur heimakvenna staðreynd og þær komnar á töfluna með sín fyrstu stig þetta sumarið.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner