Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fös 27. maí 2016 00:00
Magnús Þór Jónsson
Hörður: Hlýt að hafa hugsað "andskotinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Fannar Björgvinsson markmaður var hetja Stjörnumanna í mögnuðum bikarsigri á Víkingi Ólafsvík í vítakeppni.

Hann var nú ekki viss um hetjustimpilinn samt!

"Hetjan og ekki hetjan, er ekki sagt að markmenn eigi að verja tvö mörk að meðaltali í vítakeppni"

Lestu um leikinn: Stjarnan 9 -  8 Víkingur Ó.

Þegar gengið var á hann viðurkenndi hann þó að tilfinningin hafi verið góð að labba inn í klefann eftir leik.

"Jú, það var frábært, bara geggjað að ná þessu.  En við náðum þessu allir saman.  Ég var stressaður bara fyrstu fimm í framlengingunni en þetta eru frábærir strákar sem hjálpuðu mér í gegnum þetta".

Hörður varði síðasta skot framlenginarinnar auk vítaspyrnanna og var það sannarlega lykilmóment.  Hugsar maður eitthvað á mómentinu áður en skotið ríður af í slíkum aðstæðum?

"Ég man ekki nákvæmlega hvað ég hugsaði...en það hlýtur að hafa verið eitthvað svona - afsakið þetta - andskotinn!"

Nánar er spjallað við vítabanann Hörð í viðtalinu.



Athugasemdir
banner
banner