Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. maí 2016 06:45
Fótbolti.net
Gefum bækur og miða á landsleik á X-inu í dag
Sérfræðingar fara yfir það helsta
Sölvi Tryggvason er gestur þáttarins.
Sölvi Tryggvason er gestur þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það er nóg í gangi í fótboltanum og verður farið um víðan völl í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag laugardag. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon eru sérfræðingar þáttarins.

- Sölvi Tryggvason er gestur þáttarins og kynnir bíómyndina Jökullinn logar þar sem fjallað er um leið Íslands á EM.

- Gefnir verða miðar á vináttulandsleik Íslands gegn Liechtenstein sem verður á Laugardalsvelli mánudaginn 6. júní og einnig eintök af bókinni Áfram Ísland sem Björn Bragi skrifaði.

- Sjötta umferð Pepsi-deildarinnar er framundan. Gummi Steinars verður á sínum stað og skoðar leikina með Tómasi og Elvari.

- Meðal leikja er viðureign Víkings R. og ÍA. Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkinga, verður á línunni.

- Jose Mourinho hefur verið ráðinn stjóri Manchester United. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, skoðar ráðninguna á Old Trafford.

- Atletico Madrid mætir Real Madrid í úrsitaleik Meistaradeildarinnar. Kristján Guðmundsson ræðir um leikinn.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner