Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 27. maí 2016 18:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Rashford búinn að skora eftir þrjár mínútur í fyrsta landsleiknum
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
England og Ástralía eru í þessu að spila vináttuleik á Leikvangi ljóssins í Sunderland.

Unglingurinn Marcus Rashoford sem slegið hefur í gegn með Manchester United á leiktíðinni, fékk óvænt byrjunarliðssæti í leiknum.

Hann var ekki lengi að stimpla sig inn því hann var búinn að skora með einni af sínu fyrstu snertingum í treyju landsliðsins.

Raheem Sterling átti þá fyrirgjöf á Rashford sem kláraði virkilega vel og er staðan því orðin 1-0. Hann er aðeins 18 ára og er orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins sem skoraði í sínum fyrsta leik.
Athugasemdir
banner