Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 30. maí 2016 11:50
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds: Þróttararnir áttu að fá tvö víti
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur var rekinn út af í gær.
Hallur var rekinn út af í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, segir að Þróttarar hefðu auðveldlega getað fengið meira úr leiknum gegn ÍBV í Pepsi-deildinni í gær. Eyjamenn höfðu betur 1-0 eftir að hafa verið manni fleiri í síðari hálfleiknum.

„Þróttararnir voru sprækir. Þeir þorðu að spila boltanum. Þeir spiluðu úr vörninni, inn á miðjuna og út á hægri kantinn sem var virkur hjá þeim. Þeir voru betri aðilinn í leiknum þar til Hallur fýkur út af en líka í töluverðan tíma eftir það. ÍBV fékk sín færi líka og hefði í lokin átt að gera fleiri en eitt mark," sagði Tryggvi við Fótbolta.net í dag.

Þróttarar hafa verið öflugir á heimavelli í sumar og Tryggvi var hrifinn af þeim í leiknum í gær.

„Það er kraftur í þeim. Þeir eru ekki að dúndra þessu fram og vona það besta. Þeir eru að spila boltanum og eru með mjög góða leikmenn. Fjórir bestu leikmenn leiksins í gær voru allir Þróttarar. Hægra megin voru Dion og Callum í bakverðinum, Ragnar Pétursson var frábær á miðjunni og svo var Thiago upp og niður en hann var fjórði bestur fannst mér."

„Svæði sem þú mátt ekki snerta"
Aðalaumræðuefnið eftir leik var rauða spjaldið sem Hallur Hallsson fékk fyrir að slá Mikkel Maigaard Jakobsen í punginn.

„Þetta er lítil sem ekki nein snerting en þetta er viðkvæmt svæði. Ef þú slærð í andlit eða í punghæð þá þykir það merkilegra og alvarlegra heldur en ef hann hefði ýtt í kassann á honum. Þá hefði hann sloppið með spjald eða tiltal. Þetta er svæði sem þú mátt ekki snerta á andstæðingnum og samkvæmt bókinni er þetta rautt spjald."

„Maður heyrir í viðtali við Gregg (Ryder) að hann hafi verið í orðaskiptum við dómara og eftirlitsdómara þegar þetta áttu sér stað. Hann vill meina að þeir hafi ekki séð þetta og dæmt út frá viðbrögðum bekksins hjá ÍBV. Menn mega ekki giska á hvað hafi gerst. Menn þurfa að sjá hluti til að dæma. Þetta eru orð Gregg, ég gat ekki séð hvort dómararnir sáu þetta. Samkvæmt bókinni er þetta rautt og hálf klaufalegt hjá jafnmiklum reynslubolta og Halli. Soft, en líklega rétt."

„Hann hefði spjaldað alla aðra inni á vellinum"
Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, átti ekki góðan dag í síðari hálfleiknum í gær.

„Dómararnir hafa heilt yfir verið nokkuð góðir í sumar en Þóroddur Hjaltalín missti tökin í gær. Þróttararnir áttu að fá tvö víti. Dion fór oft upp hægri kantinn og Jón Ingason var í vandræðum með hann. Mér sýndist Jón taka Dion niður einu sinni. Haffi Briem tók líka Karl Brynjar niður í föstu leikatriði. Hann reyndi að réttlæta hvað hann var búinn að vera dapur í garð Þróttar með því að sleppa því að henda Ragnari Péturs út af. Raggi átti grófa tæklingu á gulu spjaldi. Hann hleypur að honum en sleppti því að spjalda þegar hann sá að þetta var Raggi. Hann hefði spjaldað alla aðra inni á vellinum," sagði Tryggvi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner