Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Osló
Jarstein getur ekki varið markið gegn Íslandi
Icelandair
Rune Jarstein leikur sér í blaki.
Rune Jarstein leikur sér í blaki.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Rune Jarstein hjá Hertha Berlín verður ekki með norska landsliðinu gegn Íslandi á miðvikudag þar sem hann er meiddur á öxl.

Öxlin hefur verið að plaga hann í nokkurn tíma en hann hefur verið aðalmarkvörður Noregs. Landsliðsþjálfarinn hefur þó sagt að hann sé ekki búinn að ákveða hver eigi að vera í rammanum í undankeppni HM.

Sten Grytebust, markvörður OB í Danmörku, hefur verið kallaður inn í norska hópinn en allar líkur eru á að hinn 25 ára Örjan Nyland, markvörður Ingolstadt í Þýskalandi verji markið gegn Íslandi.

Leikur Noregs og Íslands á miðvikudag verður á Ullevaal leikvanginum í Osló á miðvikudag og hefst 17:45 að íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner