Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 31. maí 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Myndband: Keflavík fékk víti þegar Grindavík var með boltann
Guðmundur Magnússon fékk vítaspyrnu á óvenjulegan hátt.
Guðmundur Magnússon fékk vítaspyrnu á óvenjulegan hátt.
Mynd: Keflavík
Óvenjulegt atvik átti sér stað í grannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í Inkasso-deildinni um síðustu helgi.

Keflvíkingar unnu leikinn 2-0 en Sigurbergur Elísson skoraði þar síðara markið úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd undir nokkuð óvenjulegum kringumstæðum.

Eftir hornspyrnu Keflvíkinga náðu Grindvíkingar boltanum og voru að snúa vörn í sókn.

Hlynur Örn Hlöðversson, markvörður Grindvíkinga, hrinti þá Guðmundi Magnússyni þegar boltinn var víðsfjarri.

Atvikið átti sér stað innan vítateigs og Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins dæmdi því vítaspyrnu og spjaldaði Hlyn fyrir vikið.

Myndband af atvikinu má sjá hér á vef Víkurfrétta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner