þri 31. maí 2016 22:38
Alexander Freyr Tamimi
PSG staðfestir að Aurier þarf að mæta fyrir rétt
Aurier er í vandræðum.
Aurier er í vandræðum.
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarfélagið Paris Saint-Germain hefur staðfest að varnarmaðurinn Serge Aurier mun þurfa að mæta fyrir rétt í september næstkomandi.

Þessi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar var handtekinn í frönsku höfuðborginni á sunnudag fyrir meitna árás á lögregluþjón eftir að bifreið hans var stöðvuð á leiðinni heim af næturklúbbi.

Lögmaður hans, Claire Boutaud de la Combe, staðfesti í dag að Aurier hefði sjálfur lagt fram kvörtun vegna lögregluofbeldis og hafnar hann öllum ásökunum. PSG hefur þó staðfest að málið verður leitt til lykta í réttarkerfinu.

„Félaginu var greint frá því í dag að Serge Aurier hafi verið kallaður fyrir rétt í París þann 26. september í kjölfar handtöku aðfararnótt mánudags," sagði í yfirlýsingu Frakklandsmeistaranna.

„Á þessu stigi málsins við félagið ítreka að leikmaðurinn, líkt og allir aðrir borgarar, er álitinn saklaus uns sekt er sönnuð. Þar að auki vill félagið ítreka virðingu sína í garð lögreglunnar, sem oft þarf að takast á við erfiðar aðstæður."

Þetta er í annað skiptið með skömmu millibili sem Aurier kemur sér í vandræði, en PSG setti leikmanninn í bann fyrr á tímabilinu eftir að hann jós fúkyrðum yfir þjálfarann Laurent Blanc og útvalda liðsfélaga sína á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner