Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   sun 05. júní 2016 13:40
Elvar Geir Magnússon
„Segja að þeir verði tilbúnir og við verðum að treysta því"
Kristján Guðmundsson ræddi um landsliðið
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins.
Frá æfingu íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristján á fréttamannafundi hjá KSÍ.
Kristján á fréttamannafundi hjá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslenska landsliðið átti vondan leik gegn Noregi í liðinni viku, sínum næst síðasta vináttulandsleik fyrir EM. 3-2 tap var niðurstaðan. Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson ræddu við Kristján Guðmundsson, sérfræðing Fótbolta.net, í útvarpsþættinum í gær.

„Það sem hefur komið fram í viðtölum við leikmennina er að þeir hafi sparað sig og ekki farið í návígi. Þeir lögðu sig ekki fram eins og á að gera þegar maður spilar fótbolta. Það var einn leikmaður sem kom inn á völlinn og gerði þetta af viti, það var Theodór Elmar. Mér finnst hann hafa sýnt það hvernig eigi að gera það. Í leiknum á mánudag vill ég sjá tempó í 45 mínútur," segir Kristján en Ísland mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli á morgun.

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback héldu sig við nánast sama byrjunarliðið alla undankeppnina og er ekki reiknað með miklum breytingum á EM.

„Við vitum hvernig byrjunarliðið verður, það er alveg samspilað. Það eru samt spurningamerki við einn til tvo leikmenn sem hafa alltaf verið að byrja. Kolbeinn lítur ekki þannig út að hann sé tilbúinn að byrja og spila 90 mínútur, alls ekki," segir Kristján.

„Hluti af þessum leik á móti Noregi var sá að við höfum aldrei gert þetta áður, við erum að fara að spila á stórmóti í fyrsta sinn. Menn eru ekki vissir um hvernig þeir eiga að haga sér. Þeir eiga að passa sig að meiðast ekki, eiga að spila og fylgja fyrirmælum en þurfa að vera tilbúnir fyrir verkefnið í Frakklandi."

Eftir að Ísland tryggði EM-sætið hefur liðið ekki sýnt sama takt og spilamennsku og það gerði í undankeppninni. Kristján segir að það sé ekki sjálfsagt að það detti aftur inn í fyrsta leik á EM.

„Eftir að liðið tryggði sér sæti á mótinu var eitthvað sem datt niður og ákefðin minnkaði. Ég vona að það sé búið að finna út hvað það er og kveikja í sér. Ég veit ekki hvernig gírinn er í mönnum en leikmenn segja að þeir verði tilbúnir og klárir í mótið. Meðan þeir segja það og trúa því sjálfir þá verðum við að treysta því."

Umræðuna má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner