Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   sun 05. júní 2016 14:35
Jóhann Ingi Hafþórsson
Dagný Brynjars: Við erum orðnar svona ógeðslega góðar
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný hefur spilað vel í Bandaríkjunum.
Dagný hefur spilað vel í Bandaríkjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona og leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum var í spjalli við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson í Fótbolta.net þættinum á X-inu.

Hún var þá á leiðinni í flug frá Glasgow til Íslands en eins og flestir vita, vann Ísland glæstan sigur á Skotum í undakeppni EM sem fram fer í Hollandi. Lokatölur urðu 4-0, í frábærum leik.

Ísland þarf því aðeins að vinna Makedóníu á þriðjudag, til að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Hún segir það hafa verið ansi gaman að spila leikinn gegn Skotum.

„Þetta var ógeðslega gaman, við erum búnar að vera saman í nokkur ár og við erum alltaf að verða betri og betri. Við erum orðnar svona ógeðslega góðar."

Hún hrósar þjálfaranum, Frey Alexandersyni ásamt öðrum í liðinu.

„Freysi og staffið yfir höfuð er búið að gera frábæra hluti með að leikgreina og skipuleggja okkur, við erum orðnar rosalega sterkar sem liðsheild varnarlega. Út frá því höfum við verið að bæta sóknarleikinn. Nú virðist þetta allt vera að smella."

Skotar voru með einhver leiðindi fyrir leikinn og ætluðu að fara í eitthvað sálfræði stríð við íslenska liðið. Dagný sagði að það hafi aðeins gert Íslenska liðinu gott.

„Ef það er eitthvað þá var þetta bara að mótívera okkur og við vorum tilbúnar."

Hún segist vera spennt fyrir leiknum á móti Makedóníu og ætlar liðið sér ekkert annað en sigur.

„Við stefnum klárlega á það og vonum til að fólk fjölmenni í stúkunni og geri þetta með okkur og ég vona sem flestir hafa verið að horfa til að sjá hvað við erum góðar."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner