Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 20. júní 2016 17:56
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Keown við Fóbolta.net: Stórkostlegt hvernig Ísland hefur spilað
Icelandair
Þrír harðir, Keown, Tony Adams og Guðni Bergs.
Þrír harðir, Keown, Tony Adams og Guðni Bergs.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sparkspekingur á BBC kom í einkaviðtal við Fótbolta.net í dag.

Hann spjallaði þá um íslenska liðið en hann er ansi hrifinn af því sem hefur séð frá liðinu hingað til.

„Það hefur verið stórkostlegt hvernig þeir hafa spilað. Að gera það sem þeir gerðu á móti Portúgal."

„Ronaldo hefði getað verið auðmjúkari eftir leikinn. Ísland gerði allt sem þeir gátu til að halda sér í leiknum. Þeir eru lítið land og það er mikið talað um þá í Englandi að það séu bara 330.000 mans á Íslandi."

„Hvernig ná þeir að koma 11 hæfileikaríkum knattspyrnumönnum á völlinn? Við sjáum Gylfa mikið á Englandi, hann spilar með Swansea. Hann er mjög vanmetinn og hann fær ekki það hrós sem hann á skilið. Hann skoraði úr mikilvægu víti í síðasta leik."

Hann segir afrek Íslands vera svipað og þegar Leicester varð Englandsmeistari.

„Þetta er ár lítilmagnanna, Leicester varð enskur meistari, þeir komu allt í einu og unnu og á þessu móti. Albanía og Ísland. Það er frábært að sjá árangurinn þeirra."

Hann segir möguleika Íslands gegn Austurríki vera góða.

„Austurríki er eitt af þeim liðum sem hafa valdið mestum vonbrigðum hingað til. Þetta hefur ekki smollið hjá þeim og pressan er byrjuð að tala. Leikmenn eins og Arnauntovic hafa ekki staðið sig og Alaba lítur út fyrir að vera meiddur. Það lítur vel út fyrir Ísland og ég held þeir ættu að reyna að vinna leikinn en það gæti orðið erfitt."

Fréttamaður Fótbolta.net benti honum þá á að sigri England í kvöld, dugi Íslandi jafntefli gegn Austurríki.

„Þú segir „bara" en þeir hafa sýnt að þeir hafi það sem til þarf. Sjálfstraustið er að aukast, þetta er fyrsta keppnin sem þeir spila í og þetta er frábær reynsla. Þeir gætu komið sjálfum sér á óvart. Þeir þurfa sigur, ef þú lætur á stigatölfurnar, þá eru mörg lið sem eru komin með þrjú stig á þessu stigi og það er mikil áhætta að spila upp á jafntefli."

Við bentum honum á að það væru jafn margir sem byggu í Coventry og á Íslandi.

„Það er stórkostlegt . Það er eins og það sé stór bær að koma hingað að standa sig svona vel. Ég er ekki viss um að þeir muni nokkurn tíman ná því aftur en kannski er þetta innblástur fyrir næstu kynslóð leikmanna."

Við fórum lítillega yfir England á EM.

„Við virðumst ætla að hvíla mikið af leikmönnum fyrir leikinn í kvöld. Hodgson hefur mikla trú á hópnum en kannski er hann að taka of mikla áhættu. Wayne Ronney byrjar ekki, þeir ætla að skipta út bakvörðum. Vardy og Sturridge gerðu vel þegar þeir komu inná. Við erum að þróast vel en okkur langar að enda efstir í riðlinum og fá lið sem endaði í þriðja sæti í sínum riðli. Þetta er búið að vera fín byrjun en við getum ennþá gert meira."
Athugasemdir
banner
banner