banner
   lau 25. júní 2016 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ömurlegt met var sett í leik Króatíu og Portúgals
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Leikur Króatíu og Portúgals fer alls ekki í sögubækurnar fyrir mikla skemmtun.

Leikurinn var í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi og endaði með 1-0 sigri Portúgals eftir framlengdan leik.

Cristiano Ronaldo var ekki mikið inn í leiknum og sókarleikur Króatíu var mjög slakur.

Liðin tvö bættu í leiknum met sem þau geta kannski ekki endilega verið stolt af.

Metið var það að þetta var fyrsti leikurinn á stórmóti í fótbolta frá árinu 1980 þar sem ekki kom skot á markið í venjulegum leiktíma.

Hreint út sagt ótrúlegt það, en Portúgal vann eins og áður segir leikinn og mun mæta Póllandi í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner