Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 26. júní 2016 23:07
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Argentínu og Síle: Di Maria snýr aftur
Di Maria er mikilvægur Argentínumönnum
Di Maria er mikilvægur Argentínumönnum
Mynd: Getty Images
Nú styttist óðum í úrslitaleik Copa America þar sem boðið verður upp á endurtekið efni því Argentína og Síle mætast, líkt og í fyrra.

Í fyrra var leikurinn markalaus allt þar til í vítaspyrnukeppni þar sem Sílemenn höfðu betur.

Liðin mættust í riðlakeppninni í ár og þar höfðu Argentínumenn betur með tveimur mörkum gegn einu. Þar sáu Ever Banega og Angel Di Maria um markaskorun Argentínu og þeir eru báðir í byrjunarliðinu í kvöld en Di Maria snýr aftur eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá vellinum stærstan hluta keppninnar.

Ekkert kemur á óvænt í uppstillingu ríkjandi meistara Síle þar sem stórstjörnurnar Claudio Bravo, Arturo Vidal og Alexis Sanchez eru á sínum stað.

Argentínumenn unnu öruggan 4-0 sigur á Bandaríkjamönnum í undanúrslitum eftir að hafa unnið ekki síður öruggan 4-1 sigur á Venezúela í 8-liða úrslitum.

Sílemenn hafa sömuleiðis verið mjög sannfærandi en liðið vann ótrúlegan 7-0 sigur á Mexíkó í 8-liða úrslitum og vann svo 2-0 sigur á Kólumbíu í undanúrslitum.

Argentína: Romero; Mercado, Otamendi, Funes Mori, Rojo; Biglia, Mascherano, Banega; Messi, Higuaín, Di Maria.

Síle: Bravo, Beausejour, Medel, Jara, Isla, Vidal, Aranguiz, Diaz, Fuenzalida, Sanchez, Vargas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner