Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. júní 2016 21:10
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pepsi-deildin: Mögnuð endurkoma Ólsara - Fylkir vann loksins
Langþráður sigur Fylkis.
Langþráður sigur Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveir leikir fóru fram í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Ólsarar unnu magnaðan 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir og Fylkir vann sinn fyrsta sigur í sumar.

Þróttarar fengu sannkallaða draumabyrjun í Ólafsvíkinni í kvöld og skoruðu tvívegis á fyrstu tveimur mínútunum. Fyrst var það Brynjar Jónasson sem skoraði eftir 56 sekúndur þegar Thiago sendi boltann innfyrir vörn heimamanna.

Einungis mínútu síðar var staðan orðin 2-0 en þá var það Villhjálmur Pálmason sem skoraði eftir góða stungusendingu. Vörn heimamanna steinsofandi.

Ólsarar náðu að minnka muninn skömmu fyrir hálfleik en þar var að verki markamaskínan Hrvoje Tokic sem skoraði sitt áttunda mark í vetur.

Gestirnir voru þó yfir í hálfleik og allt stefndi í sigur þeirra en heimamenn sóttu þungt í lokin og fimm mínútum fyrir leikslok náðu Víkingar að jafna leikinn en það var Alfreð Már Hjaltalín sem skoraði.

Dramatíkin náði svo hámarki í lokin þegar heimamenn tryggðu sér sigurinn í leiknum með marki á 90. mínútu. Þar var það Aleix Egea Acame sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu og tryggði Víkingi Ó. sigurinn. Endurkoman fullkomnuð og 3-2 sigur Ólsara staðreynd.

Í Árbænum voru það heimamenn í Fylki sem voru meira með boltann í fyrri hálfleik en það voru gestirnir úr Víkingi R. sem sköpuðu færin. Staðan var markalaus í hálfleik.

Það dró til tíðinda á 81. mínútu þegar Jose Enrique Soane Vergara kom heimamönnum yfir eftir laglega sókn. Staðan 1-0 og fyrsti deildarsigur Fylkis í vetur innan seilingar. Víkingar náðu ekki að jafna og Fylkismenn fögnuðu því sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar.

Víkingur Ó. 3-2 Þróttur:
0-1 Brynjar Jónasson (´1)
0-2 Vilhjálmur Pálmason (´2)
1-2 Hrvoje Tokic (´41)
2-2 Alfreð Már Hjaltalín (´84)
3-2 Aleix Egea Acame (´90)

Fylkir 1-0 Víkingur R:
Jose Enrique Soane Vergara (´81)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner