Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. júní 2016 09:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars sendir Gylfa ekki heim ef hann mætir seint í kvöldmat
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum fréttamanna í Annecy í dag.

Fjöldinn allur af fréttamönnum var mættur frá hinum ýmsu löndum. Lars var spurður út í hvernig það væri að halda mönnum niðri eftir úrslitin gegn Englandi.

„Auðvitað voru allir glaðir í gærkvöldi. Menn leyfðu sér aðeins meira og einhverjir komu of seint í kvöldmat. Það er ekki alvarlegt, okkur er oftast sama á meðan það er ekki alltof seint"

„Það er eitt af því sem við þurfum að passa okkur á, við erum ekki komnir alla leið bara því við unnum Englendinga. Við reynum að vera fagmenn innan sem utan vallar. Við reynum að minna leikmennina á það að vera alltaf 100% atvinnumenn."

Lars var svo spurður út í atvik með sænska landsliðinu þar sem hann sendi eitt sinn Zlatan Ibrahimovic, Christian Wilhelmsson og Olof Mellberg heim eftir að þeir brutu reglur liðsins.

„Ég vona að ég lendi aldrei í því aftur. Við gefum leikmönnum séns ef þeir haga sér illa en ef það er of mikið verða að vera afleiðingar í kjölfarið en sem betur fer hefur þetta bara gerst einu sinni."

Hann segist ekki ætla að senda Gylfa heim, þó hann mæti of seint í kvöldmat.

„Nei, en þeir ættu alltaf að vera á réttum tíma annað er vanvirðing fyrir hina leikmennina," sagði Lars.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner