banner
   fim 30. júní 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Neymar og Douglas Costa verða með á ÓL í Ríó
Aðalstjarna Ólympíuleikanna
Aðalstjarna Ólympíuleikanna
Mynd: Getty Images
Douglas Costa verður líka með
Douglas Costa verður líka með
Mynd: Getty Images
Brasilía hefur gefið út leikmannahóp sinn fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Río de Janeiro í sumar.

Mótið er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en liðin mega taka þrjá eldri leikmenn með. Það er óhætt að segja að eldri leikmenn Brasilíu séu í hæsta gæðaflokki því þeir Neymar og Douglas Costa eru í Ólympíuhópi Brasilíumanna.

Þriðji eldri leikmaðurinn er hinn 36 ára gamli Fernando Prass sem er markvörður en hann hefur aldrei verið valinn í landslið Brasilíu á löngum atvinnumannaferli.

Brasilíumenn leggja mikla áherslu á að vinna Ólympíuleikana í fyrsta skiptið í sögu þjóðarinnar enda hefur liðið einnig að skipa sterkum ungum leikmönnum. Ber þar helst að nefna Marquinhos, Rafinha Alcantara og Gabriel Barbosa.

Leikmannahópur Brasilíu í heild sinni
Markmenn: Fernando Prass (Palmeiras), Uilson (Atletico Mineiro)

Varnarmenn: Luan (Vasco), Rodrigo Caio (Sao Paulo), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Douglas Santos (Atletico Mineiro), Zeca (Santos), Willian (Internacional)

Miðjumenn: Rafinha (Barcelona) Rodrigo Dourado (Internacional), Fred (Shakhtar), Thiago Maia (Santos), Felipe Anderson (Lazio)

Sóknarmenn: Neymar (Barcelona), Douglas Costa (Bayern Munich), Gabriel Barbosa (Santos), Gabriel Jesus (Palmeiras), Luan (Gremio)
Athugasemdir
banner
banner
banner