Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. júní 2016 15:08
Arnar Daði Arnarsson
Valur verður án Björgvins og Sindra í kvöld - Eru ólöglegir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir danska stórliðinu, Bröndby í fyrstu umferð undankeppni Evrópukeppninnar í kvöld.

Leikurinn fer fram á Valsvellinum og hefst klukkan 21:00.

Valur verður án þeirra Björgvins Stefánssonar og Sindra Björnssonar í leiknum en þeir eru hvorugir löglegir með Val í fyrstu umferð keppninnar. Þeir þurfa því báðir að horfa á leikinn í kvöld upp í stúku.

Tilkynna þarf fyrir hverja umferð 23 leikmenn sem eru löglegir með liðinu í hverri umferð. Svo virðist vera sem að Valur hafi gleymt að skrá þá Björgvin og Sindra á þann lista en þeir eru báðir lánsmenn hjá Val.

Það er athyglisvert að skoða leikmannahópinn sem Valur tilkynnti fyrir leikinn en þar eru til dæmis fjórir markmenn og aðrir yngri leikmenn sem ekki hafa verið í leikmannahóp hjá Val í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner