Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 01. júlí 2016 18:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Líklegt byrjunarlið Frakka á móti Íslandi
Líklegt byrjunarlið Frakka
Líklegt byrjunarlið Frakka
Mynd: Fótbolti.net
Laurent Kocielny í leiknum á móti Írum
Laurent Kocielny í leiknum á móti Írum
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet er einn af betri leikmönnum Frakka
Dimitri Payet er einn af betri leikmönnum Frakka
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Frakka í leiknum gegn Írlandi
Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Frakka í leiknum gegn Írlandi
Mynd: Getty Images
Giroud er aðal framherji Frakka
Giroud er aðal framherji Frakka
Mynd: Getty Images
Frakkland og Ísland mætast á morgun í 8-liða úrslitum á EM.

Ísland komst auðvitað í leikinn með stórkostlegum sigri á Englandi á meðan Frakkland vann Írland, 2-1 eftir að Írar komust yfir snemma leiks.

Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið franska liðsins í leiknum.

Hugo Lloris 79 landsleikir
Búinn að vera aðalmarkmaður Frakka síðan 2009. Varð fyrsti markmaðurinn í sögu franska landsliðsins til að fá rautt spjald, árið 2009 en Laurent Blanc gerði hann af fyrirliða, árið eftir. Didier Deschamps tók svo við liðinu og hélt Loris fyrirliðabandinu.

Bacary Sagna - 61 landsleikur - 0 mörk
Örugglega síðasta tækifærið hjá Sagna að standa sig með landsliðinu stórmóti. Hann var lélegur á HM 2010, missti af EM 2012 og Mathieu Debuchy var fyrir framan hann í goggunarröðinni á HM 2014. Hann er hins vegar fyrsti kostur í hægri bakvörðinn í dag.

Samuel Umtiti - 0 landsleikir - 0 mörk
Kom seint inn í hópinn í staðin fyrir Jérémy Mathieu sem er meiddur. Hann getur spilað bæði í miðverðinum sem og í vinstri bakverði en hann er nýkominn til Barcelona og gæti spilað sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi þar sem Adil Rami er í banni.

Laurent Koscielny - 33 landsleikir - 1 mark
Hann neitaði eitt sinn kalli í pólska landsliðið en hann á ættir að rekja þangað. Þessi leikmaður Arsenal hefur reglulega verið í liðinu en hann fékk rautt spjald fyrir að slá til leikmanns í úkraínska landsliðinu árið 2011 og spilaði hann ekki eins mikið eftir það. Raphael Varane og Mamadou Sakho voru aðal miðvarðapar Frakka en þeir meiddust báðir fyrir mót og því hefur Koscielny verið í byrjunarliðinu á þessu móti.

Patrice Evra - 77 landsleikir - 0 mörk
Þrátt fyrir að vera 35 ára er hann ennþá fyrsti kostur í vinstri bakvarðar stöðuna hjá Frökkum. Hann var fæddur í Dakar í Senegal og á hann 23 systkini. Evra segir þau ekki öll eiga sömu mömmu en pabbi hans var greinilega ansi hress maður.

Yohan Cabaye - 47 landsleikir - 4 mörk
Stóð sig stórkostlega með liðinu gegn Úkraínu í umspilinu fyrir sæti á HM 2014 og var búist við að hann yrði einn af aðal miðjumönnum liðsins í Frakklandi en svo hefur ekki verið. Fær sénsinn á móti Íslandi þar sem N'Golo Kante er í banni.

Blaise Matuide - 48 landsleikir - 8 mörk
Spilaði lítið á EM 2012, aðallega vegna meiðsla. Síðan þá hefur Matuidi spilað stórt hlutverk í liðinu. Hann er leiðtogi sem hættir aldrei að hlaupa. Hefur verið gagnrýndur fyrir að skora ekki meira en fyrir utan mörk, þá er hann með allt sem góður miðjumaður þarf að hafa.

Paul Pogba - 35 landsleikir - 8 mörk
Varð Evrópumeistari með U-21 liði Frakka. Spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2013 og var með fleiri snertingar á boltanum en nokkur annar leikmaður í fyrsta leik. Margir segja hann vera besta unga miðjumann heimsins í dag en hann er með góða tækn, býr til færi og skorar mörk. Allt sem góður miðjumaður þarf.

Antoine Griezmann - 31 landsleikur - 10 mörk.
Varð Evrópumeistari með U-19 liði Frakka árið 2010 en spilaði ekki sinn fyrsta A-landsleik fyrr en 2014, þar sem honum var bannað að spila fyrir A-liðið á meðan hann var ennþá í U-21 liðinu. Eftir góða frammistöðu með Frökkum á HM 2014 og frábæra frammistöðu með Atletico Madrid, er hann orðinn einn af betri mönnunum í liðinu.

Dimitry Payet - 23 landsleikir - 3 mörk
Hefur verið inn og út úr liðinu síðan hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2010. Komst ekki í hópinn fyrir HM 2014 þar sem hann þótti ekki nógu stöðugur. Eftir stórglæsilegt tímabil með West Ham hefur hann orðið að algjörri stórstjörnu og verið með betri leikmönnum Frakka á mótinu, hingað til.

Olivier Giroud - 52 landsleikir - 16 mörk
Er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Frakka þrátt fyrir að skora reglulega. Það var púað vel á hann þegar hann nýtti færin sín illa í leik gegn Serbíu. Á það til að spila vel og vera við það að fá stuðningsmenn Frakka á sitt band, þegar hann á mjög lélegan leik. Hann nær samt sem áður alltaf að koma til baka og er mikilvægur franska liðinu. Vonum bara að slæmi leikurinn komi á móti okkur.

Einnig kemur til greina að Mangala komi inn í staðin fyrir Umtiti. Moussa Sissoko og Kingsley Coman gætu líka komið inn.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner