Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2016 08:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttatíminn 
„Byrjuðu á að stríða honum en fóru að styðja hann"
Icelandair
Selfyssingurinn Jón Daði.
Selfyssingurinn Jón Daði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvikmyndinni Jökullinn logar segir Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður íslenska landsliðsins, frá því þegar hann var settur á lyf sem krakki vegna ofvirkni. Hann var tíður gestur á skrifstofu skólastjórans.

Ítarlegt viðtal er við móður Jóns Daða, Ingibjörgu Ernu Sveinsdóttur, í Fréttatímanum í morgun.

„Hann vill vera fyrirmynd barna sem eiga erfitt uppdráttar því það hefur haft mótandi áhrif á hann að hafa þurft að yfirstíga fjölmargar hindranir,“ segir Ingibjörg.

„Á tímabili tók ég eftir því að hann varð fyrir stríðni í skólanum og það var ákveðið einelti að byrja. Það varð svo slæmt að ég talaði við skólann á Selfossi, sem greip strax inn í. Ég held það hafi komið honum sjálfum á óvart að þá fóru hlutirnir að snúast við."

„Það sem enn og aftur hjálpað honum var fótboltinn og sú virðing sem hann vann sér inn meðal sumra, fyrir að vera góður í honum. Fólk fór að taka eftir styrkleikum hans. Málin snerust við og drengirnir sem byrjuðu á að stríða honum fóru að styðja hann. Hvatvísir krakkar verða oft fyrir aðkasti og það þarf að hjálpa þeim að gefast ekki upp þó þeir reki sig á."

Jón Daði hefur byrjað alla leiki Íslands á EM og skoraði fyrra mark okkar í sigrinum gegn Austurríki sem tryggði strákunum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner