banner
   lau 02. júlí 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mkhitaryan til Manchester United um helgina
Powerade
Mkhitaryan og Nuri Sahin.
Mkhitaryan og Nuri Sahin.
Mynd: Getty Images
Velkomin í slúðurpakka dagsins, lesendur kærir.

Henrikh Mkhitaryan mun ganga frá félagsskiptum sínum til Manchester United um helgina. Armeninn mun kosta um 26 milljónir punda. (Daily Mail)

Manchester City eru tilbúnir til að borga um 50 milljón pund fyrir John Stones, varnarmann Everton. (Telegraph)

West Ham hefur samþykkt 12.5 milljón punda tilboð, Crystal Palace, í James Tomkins (Daily Mail)

Bayern Munchen hefur augastað á Laurent Koscielny, varnarmanni Arsenal. Frakkinn er hinsvegar samningsbundinn enska liðinu til 2019. (Evening Standard)

Everton ætlar að kaupa Axel Witsel, miðjumann Zenit og eru reiðubúnir að borga honum rúmlega 100.000 pund á viku. (Squawka)

Stoke hefur boðið 16 milljónir punda í Saido Berahino, framherja WBA. (Mirror)

Manchester United mun sjá eftir því að Renato Sanches fór til Bayern Munchen en ekki enska liðsins en þetta segir Nani, fyrrum leikmaður liðsins og samherji Sanches í portúgalska landsliðinu. (Daily Express)

Burnley er reiðubúið að gera Michael Keane af einum launahæðsta leikmanni í sögu liðsins en Leicester City hefur sýnt honum áhuga. (Lancashire Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner