Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mið 13. júlí 2016 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Þetta var liðssigur
Adda var ánægð með liðsheildina í kvöld
Adda var ánægð með liðsheildina í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var dauðþreytt en ánægð eftir 4-2 sigur liðsins á KR í kvöld. Leikmenn Stjörnunnar léku manni færri lungað úr leiknum og þurftu aldeilis að vinna fyrir stigunum þremur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 KR

„Heldur betur. Bæði náttúrulega að spila einum færri í 70 mínútur og svo á móti hörku KR-liði í dag. Þetta var virkilega erfiður leikur.”

„Við ætluðum að byrja af krafti. Við vissum að þær myndu örugglega liggja örlítið til baka og við vildum reyna að setja tóninn frá byrjun. Mér fannst við gera það. Við nýttum ekki alveg mómentið sem var með okkur. Við hefðum átt að setja mark úr einhverju af þessum færum sem við fáum. Við reyndum það og það var náttúrulega smá sjokk að fá rautt spjald eftir 20 mínútur.”


Adda segist ekki hafa séð hvað átti sér stað þegar Önu Cate var vísað af velli.

„Ég sá það ekki. Ég sneri baki í þetta en hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér. Ef að hann er svona ákveðinn í þessu þá hlýtur hann bara að hafa rétt fyrir sér.”

Vildi hann þá meina að hún hefði slegið hana?

„Já, slegið hana eða gefið henni olnbogaskot í magann. Eitthvað svoleiðis.”

Manni færri þurftu Stjörnukonur að hafa fyrir hlutunum og þá sérstaklega þær Adda og Lára Kristín sem léku tvær á miðjunni það sem eftir lifði leiks.

„Já, þetta voru örugglega nokkrir kílómetrar sem við hlupum en virkilega duglegir kantmenn sem við náðum að færa inn og þetta var held ég liðssigur þegar upp er staðið.”

Stjarnan tapaði fyrir Breiðablik í síðustu umferð og Adda er ánægð með að liðið sé komið á beinu brautina aftur.

„Virkilega sátt að klára þennan leik. Erfitt að koma til baka eftir leikinn í seinustu viku þar sem að við ætluðum okkur þrjú stig en mér fannst þetta liðssigur og sýnir hvað við erum með gott lið.”
Athugasemdir
banner
banner