Heimild: Fyens.dk
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason er afar vinsæll þessa stundina í smábænum Pieve di Cento í Bologna á Ítalíu. Vinsældir Ara í bænum eru orðnar svo miklar að borgarstjórinn, Sergio Maccagnani, íhugar nú að gera hann að heiðursborgara í bænum.
En af hverju er Ari Freyr Skúlason svona vinsæll í Pieve di Cento? Það má leiða líkum að því að það hefur með föðurnafn hans að gera. Skúlason eða sculason eins og það hljómar á ítölsku er þekkt blótsyrði sem getur einnig verið notað þegar átt er við undrun eða reiði.
Fjallað er um þetta á danska fréttavefnum fyens.dk. Þar segir einnig að nú eigi hundruðir bæjarbúa íslensku landsliðstreyjuna með nafnið hans Ara á bakinu og töluna 23. Þá hafa ýmsir fjölmiðlar fjallað um þetta mál eins og til að mynda Sky Sport Italia, Eurosport 2, Corriere della Sera, Quotodiano.net og Corriere della Bologna.
Þá hefur einnig verið stofnuð Facebook-síða þar sem hvatt er til þess að Ari Freyr verið gerður að heiðursborgara í bænum. Rúmlega 3000 einstaklinga hafa "lækað" við þá síðu, en hún var aðeins sett á fót fyrir nokkrum vikum.
Borgarstjórinn hefur sent Ara Frey boð um að koma og heimsækja borgina. Það er spurning hvort Ari Freyr geri það, en hann er í augnablikinu að skipa um lið og semja við Lokeren í Belgíu.
Athugasemdir


