Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 18. júlí 2016 08:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Grátlegt þegar lélegir útlendingar taka pláss frá ungum leikmönnum"
Arnar Bill er til vinstri á þessari mynd.
Arnar Bill er til vinstri á þessari mynd.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ungir og efnilegir leikmenn hafa verið lítið áberandi það sem af er í Pepsi-deildinni og sárafáir kandídatar bítast um að vera valinn efnilegasti leikmaðurinn. Rætt var við Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóra KSÍ, í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Hann tekur undir að það sé áhyggjuefni hve fáar mínútur ungir leikmenn eru að fá hér á landi.

„Það virðist vera of mikið í húfi svo að strákar fái tækifæri í meira en einn leik eða 20 mínútur. Menn hafa kannski fundið lykt af Evrópupeningum og reyna að fara í útlendinga til að ná þeim," segir Arnar.

Í Pepsi-deildinni má finna marga erlenda leikmenn sem eru einfaldlega slakir.

„Góðir útlendingar styrkja deildina sem er frábært og þeir æfa með ungu strákunum og gera þá betri. Það er engin spurning að góðir útlendingar gera gott fyrir deildina en á sama tíma er grátegt að horfa á lélega útlendinga taka pláss frá ungu leikmönnunum."

Hlustaðu á viðtalið við Arnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá tillögu sem lögð hefur verið fram til að nýta peninga sem KSÍ fékk fyrir EM til að gera ungu leikmennina okkar betri.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner