Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. júlí 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Rooney ætlar að þjálfa þegar ferlinum lýkur
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Enska goðsögnin Wayne Rooney vonast til að halda áfram að starfa í kringum fótbolta þegar leikmannaferlinum lýkur.

Rooney hefur átt afar farsælan feril með Man Utd og þá er þessi þrítugi sóknarmaður markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi.

„Ég væri til í að þjálfa þegar ég hætti að spila. Ég hef ekki unnið við neitt annað en fótbolta í mínu lífi og er byrjaður að ná mér í þjálfaragráður svo vonandi verð ég búinn með það þegar skórnir fara á hlluna," sagði Rooney.

Rooney hefur leikið með Man Utd frá árinu 2004 og hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari auk þess að vinna enska bikarinn, Meistaradeild Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner