Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 24. júlí 2016 22:44
Gunnar Birgisson
Rúnar Páll: Fannst þetta vera aukaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við kláruðum þetta á seiglunni," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískan 2-1 sigur á Fylki í kvöld.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvívegis undir lokin og tryggði Stjörnunni sigur.

„Þetta var erfitt í dag. Fylkismenn voru öflugir og spiluðu varnarleikinn feykilega vel. Við fundum litlar sem engar glufur. Þetta er sætt fyrir okkur en sárt fyrir þá að fá tvö mörk á sig í lokin," sagði Rúnar

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Hilmar Árni jafnaði úr aukaspyrnu en Fylkismenn voru afar ósáttir með þann dóm hjá Valdimari Pálssyni.

„Mér fannst þetta vera aukaspyrna. Það er alveg klárt. Dómarinn átti kannski ekki sinn besta leik. Línan hans var svolítið teygð. Hann dæmdi á eitt en síðan kom alveg eins brot og þá dæmdi hann ekki. Þeir geta verið fúlir yfir dómgæslunni eins og við."

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, hefur ekki skorað síðan 12. maí. Er það áhyggjuefni'

„Það er ekki áhyggjuefni. Fyrir þessa umferð höfðum við skorað næstflest mörkin í deildinni. Það er dreifð markaskorun og Guðjón vinnur feykilega vel fyrir liðið. Það er hans styrkleiki. Ef aðrir skora þá skiptir það ekki máli. Guðjón er öflugur leikmaður og góður í sínu hlutverki."

Jeppe Hansen fór í KR á dögunum en Rúnar reiknar ekki með liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar.

„Við sjáum hvernig það fer. Við erum með öflugan hóp og það eru engar pælingar í að styrkja okkur eitthvað frekar," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner