Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júlí 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Klopp sá um að sannfæra Wijnaldum
Kampakátir
Kampakátir
Mynd: Getty Images
Giorginio Wijnaldum, nýjasti liðsmaður Liverpool, segir Jurgen Klopp, stjóra félagsins, hafa átt stærstan þátt í ákvörðun sinni að ganga til liðs við Liverpool.

Liverpool borgar meira en 20 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla hollenska miðjumann sem var einn besti maður Newcastle á síðustu leiktíð.

„Ég tók ákvörðun um leið og samtali mínu við Jurgen Klopp lauk. Þá vissi ég að ég vildi fara til Liverpool. Að sjálfsögðu er Liverpol risafélag með flotta sögu og það vita allir en ég þurfti líka að tengja við stjórann."

„Hann stjórnar og þegar jafn frábær þjálfari og hann vill fá þig til liðs við sig auðveldar það manni að ákveða sig,"
segir Wijnaldum.

Wijnaldum var eftirsóttur af fleiri liðum og átti meðal annars í viðræðum við Everton auk þess sem hann var reglulega orðaður við Tottenham.

„Það var áhugi frá Everton en Liverpool sýndi meiri áhuga," segir Wijnaldum.

Athugasemdir
banner
banner