Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. júlí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Veðmálafyrirtæki frá Kenía nýr styrktaraðili Hull
Mynd: Getty Images
SportPesa, veðmálafyrirtæki frá Kenía, er nýr styrktaraðili Hull City sem er nýkomið aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Fyrirtækið er helsti styrktaraðili tveggja vinsælustu knattspyrnufélaga Keníu og er þá einnig styrktaraðili úrvalsdeildarinnar þar í landi.

SportPesa er búið að gera þriggja ára samning við Hull og er Simon King, auglýsingastjóri Hull, hæstánægður.

„Við kynnum SportPesa sem nýjan styrktaraðila okkar með stolti. SportPesa er svo miklu meira en veðmálafyrirtæki, þetta er fyrirtæki sem hefur sinnt frábæru grasrótastarfi í Keníu og víðar um Afríku," sagði Simon King.

„Þetta er langstærsti auglýsingasamningur í sögu félagsins og sannar metnaðinn sem félagið hefur fyrir því að stækka umfang sitt á heimsvísu."
Athugasemdir
banner
banner
banner