Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vietto valdi Sevilla framyfir Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænska dagblaðið Diario de Sevilla heldur því fram að Luciano Vietto hafi kosið að ganga til liðs við Sevilla frekar en Barcelona.

Vietto er 22 ára gamall sóknarmaður og kemur til Sevilla á láni út tímabilið sem kostar Evrópudeildarmeistarana 3 milljónir evra. Lánssamningnum fylgir kaupákvæði sem gerir sóknarmanninn falann fyrir 20 milljónir til viðbótar.

Vietto átti glæsilegt tímabil með Villarreal fyrir tveimur árum og var í kjölfarið keyptur til Atletico Madrid fyrir 20 milljónir. Sóknarmanninum unga gekk ekki sérlega vel með sínu nýja liði á síðasta tímabili.

Fregnirnar hafa ekki verið staðfestar en talið er líklegt að hinn ungi Vietto vilji frekar spilatíma heldur en að vera aukaleikari hjá Börsungum, sem hafa þó verið að fylgjast vel með honum undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner