Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 17:01
Elvar Geir Magnússon
Leiknum í Grindavík seinkað vegna tölvubilunar
Grindavík - Huginn verður 20:30
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bilun kom upp í fluggagnakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík sem gerir það að verkum að leikmenn Hugins frá Seyðisfirði komast ekki á réttum tíma í leik sinn gegn Grindavík.

Leikur Grindavíkur og Hugins í Inkasso-deildinni hefur því verið færður aftur til 20:30.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net en Hafliði Breiðfjörð skellir sér Reykjanesbrautina og lýsir því sem fyrir augu ber.

Grindavík er í öðru sæti deildarinnar en Huginn er á hinum endanum og berst fyrir lífi sínu.

Fimm leikir eru í Inkasso-deildinni í kvöld:

miðvikudagur 27. júlí
18:15 Fram-Þór (Laugardalsvöllur)
19:15 KA-Haukar (Akureyrarvöllur)
19:15 Fjarðabyggð-Leiknir F. (Eskjuvöllur)
19:15 HK-Leiknir R. (Kórinn)
20:30 Grindavík-Huginn (Grindavíkurvöllur)

Staðan í deildinni:
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner