Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 28. júlí 2016 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Heiða Dröfn Antonsdóttir í HK/Víking (Staðfest)
Heiða Dröfn Antonsdóttir er orðin leikmaður HK/Víkings.
Heiða Dröfn Antonsdóttir er orðin leikmaður HK/Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiða Dröfn Antonsdóttir er gengin í raðir HK/Víkings í 1. deild kvenna.

Hún gekk til liðs við Val frá FH fyrir síðustu leiktíð og spilaði þá alla leiki liðsins í deild og bikar.

Hún kom við sögu í tveimur leikjum í maí og hætti svo hjá félaginu.

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson þjálfari Vals sagði í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að Heiða væri hætt hjá félaginu og að Hildur Antonsdóttir systir hennar væri að hugsa sín mál.

Heiða fær nú leikheimild með HK/Víkingi sem er í 2. sæti A-riðils 1. deildar kvenna með 24 stig, tveimur stigum frá toppliði ÍR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner