Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júlí 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez hafnaði Chelsea eftir símtal við Antonio Conte
Tevez var einn af bestu leikmönnum Juventus þegar Antonio Conte var enn við stjórnvölinn.
Tevez var einn af bestu leikmönnum Juventus þegar Antonio Conte var enn við stjórnvölinn.
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez staðfesti í útvarpsviðtali að hann hafi hafnað því að ganga til ilðs við Chelsea í sumar.

Antonio Conte, fyrrverandi þjálfari Tevez hjá Juventus og núverandi stjóri Chelsea, hringdi í framherjann og reyndi að fá hann í enska boltann.

Tevez ætlar að spila fyrir Boca Juniors í Argentínu út ferilinn og sagði að Conte hafi hringt í sig degi eftir að Boca tapaði úrslitaleiknum í suður-amerísku Meistaradeildinni gegn Independiente.

„Daginn eftir úrslitaleikinn hringdi Antonio Conte í mig og spurði hvort ég vildi koma til Chelsea. Ég sagði nei," sagði Tevez við Radio La Red.

Í sama viðtali grínaðist Tevez með það að einn daginn væri hann tilbúinn til þess að verða forseti Boca Juniors, sem er hans æskufélag.
Athugasemdir
banner
banner