fim 28. júlí 2016 09:39
Magnús Már Einarsson
Æfingaleikur: Chelsea lagði Liverpool
Cesc Fabregas var rekinn út af.
Cesc Fabregas var rekinn út af.
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 0 Liverpool
1-0 Gary Cahill ('10)
Rautt spjald: Cesc Fabregas ('70)

Chelsea lagði Liverpool 1-0 í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.

Gary Cahill skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu.

Cesc Fabregas fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik en hann átti þá ljóta tæklingu á Ragnar Klavan eins og sjá má neðst í fréttinni.

Talsvert marga leikmenn vantaði í bæði lið en stutt er síðan sumir leikmenn hófu æfingar eftir EM frí.

Chelsea: Begovic; Aina, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fabregas, Matic; Willian (Pedro 67), Traore (Batshuayi 67), Loftus-Cheek (Chalobah 72), Moses (Cuadrado 67).
Liverpool: Karius, Randall (Markovic 63), Lovren (Wisdom 63), Klavan, Moreno (Branagan 82), Stewart (Arnold-Alexander 82), Ejaria (Henderson 63), Grujic (Lallana 46), Mane (Ojo 63), Coutinho (Wisdom 63), Firmino (Ings 63).



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner