fim 28. júlí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Tímabilið búið hjá Stefáni Ragnari
Stefán Ragnar Guðlaugsson.
Stefán Ragnar Guðlaugsson.
Mynd: Raggi Óla
Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga, spilar ekki meira á þessu tímabili vegna hnémeiðsla.

Stefán Ragnar, sem kom aftur til Selfyssinga fyrir tímabilið, meiddist illa í leik gegn Huginn á dögunum.

Selfyssingar ætla ekki að fá nýjan varnarmann til að fylla hans skarð heldur treysta á sína leikmenn.

„Það sást hér í dag að Sigurður Eyberg er að spila fyrir Sigga og gerir það frábærlega. Við erum með unga menn, Birki Pétursson og Guðmund á bekknum," sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, í viðtali eftir leikinn gegn Val í undanúrslitum Borgunarsiksins í gær.

„Við ætlum að standa við það sem við segjum. Við ætlum ekki að vera enn eitt liðið, eða eins og Selfoss liðið undanfarin ár, segjast ætla að byggja á heimamönnum en hætta síðan við. Við erum með fullt af góðum strákum og á þessu tímabili ætlum við að fækka erlendum leikmönnum til að koma okkar strákum meira að."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner