Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 29. júlí 2016 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp gagnrýnir himinháar fjárhæðir á markaðinum
Sadio Mane kostaði Liverpool um það bil 35 milljónir punda.
Sadio Mane kostaði Liverpool um það bil 35 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp segist alls ekki vera hrifinn af því þegar félög eyða morðfjár til að kaupa helstu stjörnur knattspyrnuheimsins og segir að það grafi undan liðsheildinni.

Þetta segir Klopp í kjölfar sterkra orðróma um að Paul Pogba sé við það að skrifa undir samning við Manchester United, sem er talið kaupa miðjumanninn á rúmlega 100 milljónir punda.

„Ef þú kaupir einn leikmann á 100 milljónir og hann meiðist, þá er sú fjárfesting farin til fjandans," sagði Klopp.

„Dagurinn sem svona kaup verða orðin eðlileg, er dagurinn sem ég verð atvinnulaus. Leikurinn snýst um að byggja upp liðsheild og spila saman.

„Ef þú vilt vera bestur þá er nauðsynlegt að byggja upp liðsheild. Önnur félög mega eyða fúlgum fjárs í skærustu stjörnurnar eins og þau vilja, ég vil gera það öðruvísi og myndi gera það öðruvísi þó mér væru engin mörk sett á leikmannamarkaðinum.

„Þegar ég eyði pening þá er það til þess að byggja upp lið með alvöru liðsheild. Barcelona gerði það."

Athugasemdir
banner
banner