Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Linetty til Sampdoria (Staðfest)
Linetty í leik með pólska landsliðinu.
Linetty í leik með pólska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Pólski landsliðsmaðurinn Karol Linetty er genginn til liðs við Sampdoria í ítölsku A-deildinni.

Linetty, sem er aðeins 21 árs, er uppalinn hjá Lech Poznan og hefur spilað 93 deildarleiki fyrir aðalliðið.

Auk þess hefur Linetty spilað 10 landsleiki fyrir Pólland og var hann í pólska hópnum sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.

Linetty hefur verið eftirsóttur af liðum á borð við Manchester City og PSG en sá áhugi hefur dalað á síðustu mánuðum og er miðjumaðurinn sáttur með að vera kominn til Sampdoria.

„Ég tel að þetta sé rétt skref hjá mér, nú þarf ég að vinna mér inn byrjunarliðssæti og þá fæ ég tækifæri til að sanna hvað ég get á stóra sviðinu," sagði Linetty.

„Ég er sóknarsinnaður miðjumaður og uppáhaldsleikmenn mínir í æsku voru Zidane og Henry."
Athugasemdir
banner
banner
banner