lau 30. júlí 2016 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg þreytti frumraun sína með Burnley í sigri á Rangers
Jóhann Berg spilaði í fyrsta sinn með Burnley í dag
Jóhann Berg spilaði í fyrsta sinn með Burnley í dag
Mynd: Burnley
Rangers 1 - 3 Burnley
0-1 Andre Gray (′4 )
0-2 Andre Gray (′18 )
0-3 Andre Gray (′53 )
1-3 Ben Mee (′75, sjálfsmark )

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Burnley þegar liðið hafði betur gegn skoska stórliðinu Rangers í æfingaleik í dag.

Jóhann Berg gekk til liðs við Burnley á dögunum, en liðið mun leika í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Hann lék sinn fysta leik í dag, en hann kom inn á sem varamaður fyrir Scott Arfield í hálfleik og þá var staðan 2-0 fyrir Burnley.

Sóknarmaðurinn Andre Gray var í stuði, en hann skoraði öll þrjú mörk Burnley í dag, en mark Rangers var sjálfsmark.

Jói Berg kom til Burnley frá Charlton, en þar hafði hann spilað undanfarin tvö ár og verið besti maður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner