Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2016 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar frá Tævan farnar frá Fylki
Shu-o Tseng mun ekki spila meira með Fylki
Shu-o Tseng mun ekki spila meira með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kvennalið Fylkis samdi við tvær stelpur frá Tævan fyrir þetta tímabil, en þær eru báðar farnar frá félaginu. Þetta eru þær Man Ting Lin og Shu-o Tseng.

Þetta staðfesti Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis í samtali við Fótbolta.net.

Man Ting er 25 ára varnar eða miðjumaður. Hún hefur spilað með ASPTT Albi í Frakkandi en þar áður var hún á mála hjá Rayo Vallecano á Spáni. Hún kom við sögu sex leikjum í Pepsi-deild kvenna, en er nú á förum.

Sömu sögu má segja af Shu-o Tseng, en hún hefur verið að glíma við meiðsli. Hún hefur leikið fjóra leiki í Pepsi-deildinni í sumar, en hún spilaði einnig með Fylki síðasta sumar.

„Shu-o Tseng var búin að berjast við meiðsl síðan hún kom ì vor. Því miður gekk illa að komast yfir þau og því fór hún. Man Ting Lin fór á sama tíma heim á leið," sagði Ásgeir.

Fylkir er að berjast um miðja deild í Pepsi-deild kvenna, en liðið er með tíu stig í 6. sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner