Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. júlí 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verratti ætlar ekki til Real Madrid - Vill vinna stórt með PSG
Verratti ætlar ekki að fara neitt
Verratti ætlar ekki að fara neitt
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn öflugi Marco Verratti segist ekki vera á leið til Real Madrid þrátt fyrir orðróm um það. Hann ætlar að halda tryggð við Paris Saint-Germain.

Hinn 23 ára gamli Verratti missti af miklu síðasta tímabili vegna meiðsla, en það hefur ekki stoppað sögusagnirnar um framtíð hans.

Talað hefur verið um það að Real Madrid ætli að reyna fá hann ef þeir missa af Paul Pogba, en afar líklegt þykir að Pogba sé á leið til Manchester United. Vonbrigðin stoppa ekki þar fyrri Real Madrid því nú hefur Verratti sagt það að hann ætli að vera áfram hjá PSG.

„Það er auðvitað heiður fyrir mig að heyra frá áhuga Real Madrid," sagði Verratti. „En ég hef tekið ákvörðun að vera áfram í París og ná árangri með PSG. Áður en ég verð þreyttur eða félagið vill mig ekki lengur, þá vil ég vinna eitthvað stórt hérna."

„Þangað til ég hef unnið Meistaradeild Evrópu þá vil ég vera hér áfram. Það er markmið sem ég hef sett fyrir sjálfan mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner